Jólahúfa 2020
Jólahúfa 2020
Jólahúfa 2020
Jólahúfa 2020
Jólahúfa 2020

Jólahúfa 2020

Venjulegt verð 500 kr 0 kr

Jólahúfa 2020 er falleg og mjúk húfa prjónuð úr einum þræði af merino garni og einum þræði af mohair garni. Húfan er prjónuð neðan frá og upp með fallegu gatamunstri framan á húfunni. Skemmtilegt er svo að setja stóran skúf, garndúsk eða loðdúsk á hana. 

 

Stærðir: 
6-12M (1-2ára) 2-4ára (4-6ára) 6-8 ára (8-10 ára)

Garn: 
Drops Merino Extra fine
Drops Kid-Silk mohair/ Concept Superkid mohair

Garnmagn: 
Drops Merino Extra fine
2 (2) 2 (2) 2 (3) hnotur
Mohair
1 (1) 1 (1) 2 (2) hnotur

Athugð að um er að ræða áætlað magn af garni og mismunandi er eftir prjónurum hversu mikið garn þarf.

Það sem þarf: 
Hringprjónn og/eða sokkaprjónar nr. 4 

Prjónfesta: 
10x10 = 22 L x 30 umf.

 

 

Uppskriftin berst á rafrænu formi til viðtakanda þegar greiðsla hefur verið staðfest. Ef einhver vandamál koma upp við pötnun hafið þá samband á knithilda@knithilda.is