Fréttir
Viðtal í Fréttablaðinu
Fréttablaðið tók smá viðtal við mig, en hægt er að finna viðtalið í Fréttablaðinu þann 18. júlí 2020
Knithilda opnar!
Fyrir stuttu ákvað ég að láta eina hugmynd sem ég var búin að ganga með í nokkur ár verða að veruleika. Eins og margir vita að þá hef ég hef alltaf prjónað mikið og viljað gera eins og prjónasnillingurinn hún mamma ;) Frá því að ég var ólétt af Fannari hef ég verið að dunda mér við að búa mér til mínar eigin prjónauppskriftir, punktað þær niður, tekið myndir, en aldrei þorað alveg að birta þær. En síðustu mánuði hef ég verið á fullu vinna þessar uppskriftir og fengið frábæra prufuprjónara til að prjóna eftir uppskriftunum og lagað þær til...