Bræðravestið
Bræðravestið gerði ég handa strákunum mínum fyrir fyrstu jólin hjá þeim yngri þar sem að mig langaði að hafa þá eins klædda. Mér fannst kjörið að gera fallegt og sparilegt vesti á þá sem myndi henta við öll tækifæri og úr varð bræðavestið. Vestið er með fallegu munstri sem myndað er af sléttum og brugðnum lykkjum og er það prjónað neðan frá og upp.
Með uppskriftinni af vestinu fylgir uppskrift af prjónaðri slaufu frítt með
Vestið:
Stærðir:
(6-12M) 1-2 ára (2-3 ára) 3-4 ára (5-6 ára) 6-8 ára (8-10 ára)
Garn:
Drops Merino Extra Fine
Garnmagn:
(2) 3 (3) 3 (4) 4 (5) hnotur
Athugð að um er að ræða áætlað magn af garni og mismunandi er eftir prjónurum hversu mikið garn þarf.
Það sem þarf:
Hringprjónar nr. 3,5
Sokkaprjónar nr. 3,5
Prjónfesta:
10x10 = 22 L x 30 umf.
Slaufan:
Stærðir:
0-4 ára (4-12 ára)
Garn:
Drops Merino Extra Fine
Garnmagn:
8 (12) g
Athugð að um er að ræða áætlað magn af garni og mismunandi er eftir prjónurum hversu mikið garn þarf.
Það sem þarf:
Sokkaprjónar nr. 3,5
Prjónfesta:
10x10 = 22 L x 30 umf.
Uppskriftin berst á rafrænu formi til viðtakanda þegar greiðsla hefur verið staðfest. Ef einhver vandamál koma upp við pötnun hafið þá samband á knithilda@knithilda.is