Handlitaðar hespur
Handlitaða garnið frá Knithilda er hágæða garn frá viðurkenndum framleiðendum sem bera hag og velfrerð dýra fyrir brjósti. Garnið er litað á ábyrgan máta og allur litur og efni nýtt til fulls. Garnið er litað með að að leiðarljósi að skapa fallegar litasamsetningar sem passa fyrir hin ýmsu verkefni.
Þar sem að garnið er handlitað eru engar tvær hnotur alveg nákvmælega eins.
FLOKKAR
VINSÆLAR UPPSKRIFTIR
Prjónadagbókin
Prjónadagbókin er sniðug skipulagsbók fyrir alla prjónara. Hvort sem maður er nýliði í prjónaskap eða algjör reynslubolti að þá er Prjónadagbókin fyrir þig. Hún gefur þér yfirsýn yfir verkin þín, heldur utan um allar mikilvægustu upplýsingar varðandi prjónaskapinn, stærðir, prjónfestu og svo margt meira.
Með Prjónadagbókinni getur maður búið til skemmtilegt uppflettirit yfir það sem maður hefur prjónað síðustu daga, mánuði eða ár.
Afrekakort
Pakkinn inniheldur 33 spjöld ætluð til þess að skrá fyrstu afrek barnsins, svo sem mánuðir 1-12, kann að velta mér, fyrsta tönnin, kann að stkríða o.s.fr. Á bakhlið hvers spjalds er svo hægt að rita dagsetningu þess afreks sem spjaldið á við.
Kortin henta einstaklega vel í myndatökur, eins og t.d. mánaðarmyndartökur. Fangaðu augnablik hvers afreks með því að mynda barnið með kortinu á þeim degi sem það gerist .
Kortin koma í þremur litum, svarthvítu, bláu eða bleiku. Einnig eru fáanleg meðgöngukort sem og fyrirburakort.
UM KNITHILDA
Eigandi, hönnuður og hugmyndasmiður Knithilda er ég, Hildur Hlín Jónsdóttir. Ég er lærður margmiðlunarhönnuður og hef unnið mikið við grafík af ýmsum toga sem og auglýsingagerð síðastliðin ár.
Ég er mikil handavinnukona og hef bæði saumað og prjónað mjög mikið í gegnum tíðina. Ég hef ekki langt að sækja prjónaáhugan, en móðir mín er Guðrún S. Magnúsdóttir sem hefur meðal annars gefið út prjónabækurnar Sokkaprjón, Vettlingaprjón, Húfuprjón o.fl.
Hugmyndin af Knithilda hefur verið mörg ár í vinnslu en það var svo í samkomubanninu 2020 sem ég tók loks af skarið og ákvað að halda áfram með draum sem ég hafði lengið unnið að.